Í Hismi dagsins sest Grétar í stól spyrils og Árni í hlutverk viðmælandans og gerir upp dramatíska ferð sína á Egilsstaði síðasta sunnudag, þar sem til stóð að Árni ætlaði að hjálpa til við að leita að rjúpnaskyttu. Skyttan fannst hins vegar fimm mínútum eftir að Árni var lentur og því reyndi ekki á hvort lögmaðurinn að sunnan á lakkskónum hefði komið að einhverju gagni.
Við tóku hins vegar átta klukkustundir í raunhagkerfinu á Egilsstöðum sem Árni deilir með hlustendum auk þess sem velt er upp mögulegri sjónvarpsþáttaseríu um málið. Þá er farið yfir stjórnarmyndunarviðræður og samsæriskenningar um kosningasvindl í forsetakosningunum í BNA.