Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur er gestur Hismisins að þessu sinni. Farið er yfir sundlaugar, dularfullu stúkuna við Laugardalslaug sem stendur alltaf tóm og hvaða leiðir væru færar til að fá gesti þangað, hvenær Kringlan verður normcore og kaffihúsin þar, hvort það sé raunverulegra að sitja á Cafe Milano í Skeifunni eða Kaffitár í Bankastræti, sjoppur og menninguna þar og hvort ekki sé farinn að myndast söknuður eftir raunveruleikanum og linoleum-dúkunum auk þess sem frammistaða Árna í Silfrinu un helgina er krufin.
Meira handa þér frá Kjarnanum