Hvernig verður það, nú þegar manneskjur eru að fara að verða 150 ára, þegar menn fara í „djúpa seinni bylgju“ í barneignum? Eiga menn eftir að taka seinni bylgjuna 130 ára? Verða 130 ár sambærileg 70 árum í dag?
Anna Fríða Gísladóttir, deildarstjóri markaðssviðs Domino's á Íslandi, er gestur þeirra Árna og Grétars í Hisminu í dag. Þau ræða „seinni bylgjuna“ og muninn á hipsterabakaríum og þessum heiðarlegu.
Þá greinir Grétar frá því hvernig það var að láta gamlan draum rætast um páskahelgina þegar hann skellti sér á Hard Wok Café á Sauðárkróki. Þar segja heimamenn „You never wok alone“ enda kunna margir að meta Liverpool í Skagafirði.