„You never wok alone“ og hin djúpa seinni bylgja

Hvernig verður það, nú þegar mann­eskjur eru að fara að verða 150 ára, þegar menn fara í „djúpa seinni bylgju“ í barn­eign­um? Eiga menn eftir að taka seinni bylgj­una 130 ára? Verða 130 ár sam­bæri­leg 70 árum í dag?

Anna Fríða Gísla­dótt­ir, deild­ar­stjóri mark­aðs­sviðs Dom­in­o's á Íslandi, er gestur þeirra Árna og Grét­ars í Hism­inu í dag. Þau ræða „seinni bylgj­una“ og mun­inn á hip­stera­bak­ar­íum og þessum heið­ar­legu.

Þá greinir Grétar frá því hvernig það var að láta gamlan draum ræt­ast um páska­helg­ina þegar hann skellti sér á Hard Wok Café á Sauð­ár­króki. Þar segja heima­menn „You never wok alone“ enda kunna margir að meta Liver­pool í Skaga­firði.

Auglýsing