Pavel Ermolinskij og Jón Arnór Stefánsson körfuboltahetjur og kaupmenn eru gestir Hismisins þessa vikuna. Þeir koma færandi hendi með nýbakað brauð og chili túnfisksalat sem er klikkað og markar þau tímamót að vera fyrsta opinberlega plöggaða varan á vegum Hismisins. Þeir fara yfir nýlegan titil KR liðsins, kúltúrinn í kringum tiltekin lið í körfunni og áhorfendur þeirra.
Farið er ólíkt framlag Árna og Grétars í vetur til klúbbsins og hvað Jón sé að gera fyrir þá 5.000 manns sem fylgja honum á Twitter. Þá er rætt um listina að setja saman þverfaglegan panel og baráttu Grétars við Bílastæðasjóð.