KR er Burberry-jakki, Grindavík er sjógalli

Pavel Ermol­inskij og Jón Arnór Stef­áns­son körfu­bolta­hetjur og kaup­menn eru gestir His­m­is­ins þessa vik­una. Þeir koma fær­andi hendi með nýbakað brauð og chili tún­fisksalat sem er klikkað og markar þau tíma­mót að vera fyrsta opin­ber­lega plögg­aða varan á vegum His­m­is­ins. Þeir fara yfir nýlegan titil KR liðs­ins, kúlt­úr­inn í kringum til­tekin lið í körf­unni og áhorf­endur þeirra.

Farið er ólíkt fram­lag Árna og Grét­ars í vetur til klúbbs­ins og hvað Jón sé að gera fyrir þá 5.000 manns sem fylgja honum á Twitt­er. Þá er rætt um list­ina að setja saman þver­fag­legan panel og bar­áttu Grét­ars við Bíla­stæða­sjóð.

Auglýsing