Kosningar... aftur!

Hismið fer yfir atburði síð­ustu viku í póli­tík­inni og spáir í lík­lega sig­ur­veg­ara og tap­ara í kom­andi kosn­ingum og ýmis tengt mál, t.d. nýja lúkkið á Helga Hrafni, hvort Sturla Jóns­son bjóði sig fram, úthugs­uðum skyrtu­leik Sig­urðar Inga, hvort Katrín Jak­obs verði for­sæt­is­ráð­herra og stöðu Loga for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Þá er farið yfir nýjasta veit­inga­húsaskandal­inn hjá Burger­Inn, hvöss við­brögð eig­enda stað­ar­ins og sterkt Caps Lock game. Enn­fremur hvort segja eigi hvers­dags­reglu um hve stóran hluta af mál­tíð megi borða þegar kvartað er yfir mat og hvort sú kvörtun þurfi að koma fram á staðn­um, eða hvort það sé við­ur­kennt að kvarta á net­inu eftir á.

Þá fer Árni yfir nýja sjón­varps­þátta­röð sem er vænt­an­leg og mun kafa djúpt í hvers­dags­regl­ur.

Auglýsing