Hismið skilur ekkert í kosningunum framundan er engu að síður all in í þeim og kynnir nýjan dagskrárlið sem snýst um að kanna hversu vel stjórnmálamenn þekkja raunhagkerfið og alþýðumanninn. Andrés Ingi úr Vinstri grænum og Áslaug Arna hjá Sjálfstæðisflokknum sitja fyrir svörum og fara yfir hvernig baráttan gengur og hvernig stjórnmálaflokkarnir ætli að bregðast við nýjasta útspili Miðflokksins, að hafa bísperrt þýskt kókaínhross sem lógó og kalla það íslenskan hest.
Meira handa þér frá Kjarnanum