Hismið heldur áfram að heyra í stjórnmálamönnum og kanna í hversu góðum tengslum við alþýðuna þeir eru. Í þætti dagsins er heyrt í Evu Baldursdóttur sem afsannar að Samfylkingin sé búin að missa tengslin við almenning. Einnig er heyrt í Jóhanni Friðrikssyni í Framsóknarflokknum sem er að öðrum ólöstuðum maður baráttunnar hingað til eftir að hafa boðið Suðurnesjamönnum í vöfflukaffi.
Farið er yfir vikuna sem var að líða og einkenndist af lögbönnum og því er velt upp hver sé arftaki Loga Bergmanns á Stöð 2. Gæti Hjörvar Hafliðason, ef hann væri miðaldraður aðeins, farið í skó Loga?