Í Hismi vikunnar ræða þeir Árni og Grétar nýja ríkisstjórn og velta því fyrir sér hvort formenn stjórnarflokkanna hafi verið góðglaðir hjá Gísla Marteini og myndskreyttan stjórnarsáttmála, sem er alls ekki heiðarlegt. Þá fara þeir yfir týpuna sem bakkar í stæði, viðurkennda hegðun í Facebook hópum og hið deyjandi listform sem ævisögur merkra manna eru.