Þeir Árni og Grétar snúa aftur með fyrsta Hismi ársins að loknu góðu fríi. Farið er yfir áramótaheit og janúar átök, hvort það sé viðurkennt að borða mat á bensínstöðvum og hvers vegna sé verið að rembast við að gera bensínstöðvar að huggulegum matsölustöðum. Árni rifjar upp örlög ökuskírteinis og myndarinnar á skírteininu sem hefur máðst svo mikið að lögregluyfirvöld í Hollandi tóku málið til sérstakrar skoðunar síðasta sumar.
Þá fer Grétar yfir reynslu sína frá nýlegri ferð til Denver, Colarado, en þar er búið að lögleiða gras og í þokkabót farið að selja það í huggulegum design verslunum.