Áramótabomban: Má djúsa upp gamlan trúlofunarhring?

Í jóla- og ára­móta­bombu His­m­is­ins ræða þeir Árni og Grétar við Önnu Fríðu Gísla­dóttur mark­aðs­stjóra Dom­in­os. Farið er yfir nýlegt atvik sem Anna lenti í með Borce Ili­evski þjálf­ara ÍR í körfu­bolta sem sýndi umfram allt þörf­ina á því að setja skýrar reglur um hvenær fólk á að heilsast, hvenær á að kyss­ast og hvenær á að knúsa. Þá er farið yfir hvort við­eig­andi sé að drekka sjálfur þegar skálað er fyrir manni og hvort aðrar reglur eigi við þegar klappað er fyrir sama aðila. Þá er stiklað á stóru varð­andi árið sem er að líða og hvaða atburðir stóðu upp úr.

Auglýsing