Í Hismi dagsins fara þeir Árni og Grétar yfir þungan janúar mánuð hjá Grétari vegna augnkvefs og hvernig hann sem fullorðinn maður tókst á við að fá þann sjúkdóm. Rifjað er upp hvernig það var til siðs eftir 10. bekk að kaupa brúsa af landa og fara í slagsmál, en slíkt þekkist ekki lengur. Þá er farið yfir útspil Íslandsbanka á Twitter, þar sem þeir hoppuðu á vagninn og gerðu grín af óförum Óla Geirs og komu sínu besta vörumerki, Georg, að í leiðinni en hann hefur verið að malla gull fyrir bankann undanfarna áratugi.