Í Hismi vikunnar fara Grétar og Árni yfir listina að breyta um nafn á fyrirtækjum og nýtt slagorð fyrirtækisins sem hét einu sinni Nýherji en heitir nú Origo: "Framtíðin er upplýsingatækni". Þá er farið yfir Internetið eins og það var á 10. áratugnum.
Grétar rifjar upp svaðilför sína til London í vikunni og það sem Bretarnir kalla storm.
Rætt er um magnað viðtal við Eyþór Arnalds á Omega, slaginn í Eflingu og hvernig þar takast á praktískir skrifstofumenn og stórhuga eldhugar.
Sá tímapunktur er loksins runninn upp að það er farið að borga sig að vera á Hismisvagninum fyrir hlustendur enda er kynnt til leiks fyrsta sérstaka Hismis-tilboðið, sem er ekki af verri endanum.