Stígur Helgason, fyrrverandi blaðamaður og starfsmaður Plain Vanilla, fyrirtækisins sem heldur úti Quiz Up leiknum, er gestur hlaðvarpsþáttarins Hismisins að þessu sinni og er óhætt að segja að rætt sé um margt af því sem fyrirfinnst milli himins og jarðar. Stígur fræðir umsjónarmennina, Árna Helgason og Grétar Theodórsson, um samfélagið í kringum spurningaleikinn Quiz Up auk þess að ræða um það sem stendur upp úr í fjölmiðlaumræðu hér á landi, meðal annars matreiðsluþætti, og ýmislegt fleira. Þar á meðal dramatískar ræður afreksmanna í íþróttum. „Eiður Smári er nú ákveðinn frumkvöðull í þessu hér á landi, er það ekki?“ segir Stígur.
Hlustaðu á allan þáttinn af Hisminu í spilaranum hér að neðan.
Áskrift af Hlaðvarpi Kjarnans í gegnum iTunes.