Hismið: „Hey, eigum við að hafa flugvöll þarna?“

Dóri DNA er gestur His­m­is­ins þessa vik­una en hann á afmæli í dag. Hann er hins vegar að mæta í annað afmæli í kvöld þegar uppi­stands­hóp­ur­inn Mið Ísland þar sem Dóri er með­limur heldur upp á fimm ára starfs­af­mæli í Þjóð­leik­hús­kjall­ar­an­um. Árni Helga­son og Grétar Theo­dórs­son fóru þó engum silki­hönskum um Dóra þrátt fyrir afmælið og ræddu stóru mál­in.

„Ég spyr mig: Ef það væri ekki flug­völlur í Vatns­mýr­inni; þetta væri bara autt bygg­inga­land, og ein­hver myndi segja: „Hey, eigum við að hafa flug­völl þarna?“ Yrði það sam­þykkt bara?“ spyr Dóri og upp­sker hlátur þátta­stjórn­enda. „Síðan er ég svo­lítið hissa á því að það sé þessi mikli stuðn­ingur við þennan flug­völl, að allar þessa und­ir­skriftir hafi safn­ast og á öllum skoð­ana­könn­unum sem segja að Reyk­vík­ingar vilji hafa flug­völl­inn áfram. En afhverju eru þá Fram­sókn og flug­valla­vinir að mæl­ast undir fimm pró­sent­u­m?“

veftease

Kosn­ing­arn­ar, áhuga­leysið á þeim og aðgengi barna að hesta­nám­skeiðum eru til umræðu. Þá er fjallað um póli­tískar skýr­ingar árs­ins og til­nefnd skýr­ing Ólafs F. Magn­ús­sonar á því hvers vegna enga mosku ætti að byggja í Reykja­vík. „Víða er langt seil­st,“ segir Dóri enda kemur Tyrkjaránið þar við sögu.

Hismi Árna og Grét­ars fer nú í sum­ar­frí en snýr aftur í ágúst (+/- þrjár vik­ur).

Hlust­aðu á allan þátt­inn af Hism­inu í spil­ar­anum hér að neð­an.

Áskrift af Hlað­varpi Kjarn­ans í gegnum iTu­nes.

Auglýsing