„Þarna [á Akureyri] byrjaði öll þessi bernaise-menning; að setja franskar og bernaise á pizzuna og á hamborgara,“ segir Orri Kristjánsson, útvarpsmaður á Kiss FM og Akureyringur, sem er gestur Hismisins þessa vikuna. „Akureyri er náttúrlega bernaise-höfuðborg Íslands.“ Þeir Árni Helgason og Grétar Theodórsson ræða heima og geima í þættinum en þó aðallega heiðarlegan mat. Þar kemur heimilismatur á áttunda áratugnum við sögu, pizzastaðir sem selja hundamat og alþjóðlegir Esselte-möppusölumenn flækjast fyrir.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.