Nú eru komnar á markað leggings fyrir karlmenn. Að þessu komst Grétar Theodórsson á ferð sinni um veraldarvefinn. „Ég var að sjá þetta og ég tjúllaðist úr hlátri,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, gestur þeirra Árna Helgasonar og Grétars, í Hisminu þessa vikuna. Hún er frambjóðandi Samfylkingarinnar í kosningunum í Reykjavík í vor.
„Bjarni Ben myndi púlla þetta á svolítíð handsome balletdansara-hátt," segir Árni þegar þau ræða hverjir myndu helst plumma sig í meggings. En hvað með Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar? „Árni Páll... ég veit það ekki. Hann er með svo þykk læri,“ segir Kristín Soffía. En Dagur B. Eggertsson? „Dagur. Bókað. Hann er með miklu nettari læri og líka þetta hár. Það veldur því að hann getur verið í öllu. Ég held að hann gæti verið í trúðagalla en fólk myndi horfa dáleitt á hárið.“
Í Hisminu er fjallað um meggings, sveitarstjórnarkosningar, morgunbjórdrykkju í Leifsstöð og breytta lífshætti ungu kynslóðarinnar sem er að stíga sín fyrstu skref í lífinu utan foreldrahúsa.
Hlustaðu á Hismið í spilaranum hér að neðan.
Áskrift af Hlaðvarpi Kjarnans í gegnum iTunes.