Kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Jónsson er gestur Hismisins þessa vikuna. Með reglulegum skrifum sínum í Kjarnann hefur Hrafn skipað sér sess sem einn af vinsælustu pistlahöfundum landsins.
Þeir Árni, Grétar og Hrafn fara yfir víðan völl í Hismi vikunnar. Á meðal umfjöllunarefna þrímenninganna má nefna: uppþotið á ISTV, Sölva Tryggvason, sem Hrafn segir vera Steven Seagal okkar Íslendinga, heiðarlega hamborgara og óþol fyrir hipsterahamborgurum, blæti fyrir Davíð Oddssyni, Jakob Frímann og Löðurs-auglýsingaherferðina, Sigga hakkara, áburðarverksmiðju Framsóknarflokksins og svo segir Hrafn frá því þegar Ásgeir Kolbeins sagði honum upp störfum.
Heyrn er sögu ríkari. Hismi vikunnar er komið í Hlaðvarp Kjarnans.