Nýjasti þátturinn af Hisminu er kominn í Hlaðvarp Kjarnans. Haukur Viðar Alfreðsson, hugmynda- og textasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg, er gestur Árna Helgasonar og Grétars Theodórssonar í þætti vikunnar.
Þremenningarnir ræða helstu málefni líðandi stundar, og dásama meðal annars mikilvægi „nikksins“ svokallaða. Þá heldur leitin að heiðarlegasta hádegismatnum áfram, og Aromati og Tabasco sósunni bregður fyrir í spjalli þríeyksins. Svo ræða þeir vandræðalegu augnablikin þegar maður mætir einhverjum frægum og finnst að maður eigi að heilsa þeim.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.