Bergsteinn Sigurðsson, fjölmiðlamaður og einn umsjónarmanna Síðdegisútvarpsins á Rás 2, er gestur Árna Helgasonar og Grétars Theodórssonar í Hismi vikunnar.
Þremenningarnir ræða helstu viðburði vikunnar og fara yfir víðan völl. Á meðal umfjöllunarefna má nefna mögulegar endurkomur stórstjarna úr NBA körfuboltanum á Íslandi, ást leiðtoga Norður-Kóreu á svissneskum ostum, samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar, Kristsdaginn í Hörpu og breyska dónakalla í stjórnmálum ytra.
Þá ræða þeir að sjálfsögðu stóra "Lækmálið", og velta fyrir sér hvað það þýði í raun að læka eitthvað á Facebook.
Hlustaðu á nýjasta Hismið í hlaðvarpi Kjarnans.