Ari Eldjárn grínisti er gestur Hismisins, í umsjón Grétars Theodórssonar og Árna Helgasonar, þessa vikuna. Nýjasti þáttur Hismisins er nú aðgengilegur í Hlaðvarpi Kjarnans.
Í þættinum ræða þeir félagar um óaðfinnanlegan leik Þorsteins Pálssonar og að Sigmundur Ernir hafi fundið upp hashtaggið þegar hann var fréttaþulur á Stöð 2. Þá heldur leitin að heiðarlegasta hádegismatnum áfram í þættinum, þar sem leitað er veitingastaðnum þar sem "kallakallinn" svokallaði borðar á.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.