Stjörnupistlahöfundarnir Hrafn Jónsson og Bragi Páll Sigurðarson eru í Hisminu ásamt Grétari Theodórssyni í dag. Þeir ræða allt milli himins og jarðar í þættinum, meðal annars hvernig það er skrítið að fylgjast með „lækum“ hrannast upp á pistlana sína. „Þetta er svo bilaðislega aftengt; maður er svo aftengdur með að þetta sé raunverulegt fólk,“ útskýrir Hrafn. „Þetta er bara eins og að ná high-score-i í einhverjum tölvuleik.“
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.