Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur, er gestur Hismisins þessa vikuna hjá þeim Árna Helgasyni og Grétari Theodórssyni. Þeir forvitnast um heilsuhagfræðina og komast að því að Gylfi hefur komist að afgerandi niðurstöðu um að það sé hagkvæmast að hafa spítalann við Hringbraut.
Auk þess ræða þeir kukl, hæpin göng til Eyja og stríð Sölva Tryggvasonar við lífeyrissjóðina, sem mun að öllum líkindum enda með opnuviðtali í DV. Þá er farið yfir myndir af Rafni, hverfafulltrúa Framsóknarmanna í Breiðholti, sem grillar í leðursvuntu og hvernig hið umdeilda fyrirtæki Forsvar ehf. kynnir stefnu sína og metnaðarfull markmið innan Húnaþings vestra. Þá upplýsir Gylfi um hvernig hann setur sig í samband við þá sem eru í sjónvarpinu hverju sinni.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.