Anna Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem @adhdkisan á flestum samfélagsmiðlum, er gestur Hismisins þessa vikuna. Hún ræðir við Hismisfógetana, Grétar Theodórsson og Árna Helgason, um það sem bar hæst í liðinni viku.
Markaðsherferð Myllunnar, #Heimilisbrauð, markaði ákveðin tímamót því nú eru miðaldra markaðsdeildir komnar á Twitter. Þeir sem voru inn þessa vikuna ristuðu þess vegna bara heimilisbrauð og hlustuðu á Gísla Pálma, #GP, sem gaf út sína fyrstu plötu á dögunum.
Þá ræða þau síleska listamanninn sem litaði Strokk í Haukadal, listamanninn Wanksy sem teiknar typpi utan um holur í götum í Brighton og MMR-könnunina sem gefur íslenskum ráðamönnum falleinkun.