Hismið: Miðaldra markaðsdeildir eru mættar á Twitter

Anna Mar­grét Gunn­ars­dótt­ir, betur þekkt sem @ad­hd­kisan á flestum sam­fé­lags­miðl­um, er gestur His­m­is­ins þessa vik­una. Hún ræðir við His­mis­fó­get­ana, Grétar Theo­dórs­son og Árna Helga­son, um það sem bar hæst í lið­inni viku.

Mark­aðs­her­ferð Myll­unn­ar, #Heim­il­is­brauð,  mark­aði ákveðin tíma­mót því nú eru mið­aldra mark­aðs­deildir komnar á Twitt­er. Þeir sem voru inn þessa vik­una rist­uðu þess vegna bara heim­il­is­brauð og hlust­uðu á Gísla Pálma, #GP, sem gaf út sína fyrstu plötu á dög­un­um.

Þá ræða þau síleska lista­mann­inn sem lit­aði Strokk í Hauka­dal, lista­mann­inn Wanksy sem teiknar typpi utan um holur í götum í Brighton og MMR-könn­un­ina sem gefur íslenskum ráða­mönnum fall­eink­un.

Auglýsing