Nýjasti þátturinn af Hisminu er kominn í Hlaðvarp Kjarnans. Í þetta sinn er gestur þáttarins bensínstöðvasérfræðingurinn Magnús Geir Eyjólfsson, ritstjóri Eyjunnar. Grétar Theodórsson, annar stjórnandi Hismisins, er enn forfallaður og eftir ásættanlega frammistöðu í síðasta þætti fékk Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, að spreyta sig aftur sem gestastjórnandi við hlið Árna Helgasonar.
Í þætti dagsins er farið yfir pylsusmygl framsóknarþingmanns, hvernig Hrannari Péturssyni muni takast upp við að koma ríkisstjórninni í betra samband við ungt fólk í gegnum samfélagsmiðla, áhuga Wu-Tang meðlima á íslensku skeggi og þá ákvörðun Dorrit Moussaieff að svara kjaftasögum um meintan skilnað sinn við forsetann í viðhafnarviðtali við glanstímarit.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.