Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona, rithöfundur og uppistandari, er gestur Hismis Grétars Theodórssonar og Árna Helgasonar þessa vikuna. Þau ræða uppistand og stinga upp á umræðuefnum fyrir Björgu í uppistandið. „Sigmundur Davíð hefði gott af því að láta taka eitt roast á sig,“ segir Árni og leggja þau svo til að Björg gefi honum gott „roast“ eins og frægt er orðið á Comedy Central í Bandaríkjunum.
Í þættinum ræða þau meðal annars ófrumleg kallakvöld, bókaútrás Bjargar í Þýskaland, grjótharða bæi úti á landi og snúða með hörðu súkkulaði.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.