Í fyrsta Kvikuþætti nýs árs fer Magnús Halldórsson, sem er umsjónarmaður þáttarins ásamt Þórði Snæ Júlíussyni, yfir tíðindamikla viku í heimi viðskiptanna. Hækkun á hlutabréfamarkaði hér á landi eftir jólaboðin kemur við sögu, auk þess sem rætt er um skarpa lækkun á sykri á heimsmarkaði, læknadeiluna, vandamál fyrirtækja í olíutengdum iðnaði í Noregi og verðhjöðnun á Íslandi.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Takið þátt í umræðunni um þáttinn með því að nota #Kvikan á Twitter.