Spjallað er við Magnús Jóhann Hjartarson, Íslandsmeistara í borðtennis, í þætti dagsins. Nafnarnir Magnús og Magnús ræða um æfingaferð sem annar þeirra fór í til Kína og um borðtennis þar í landi sem er jú, þjóðaríþrótt Kínverja.
Einnig ræða þeir um borðtennis hér á landi en það eru fjölmargir iðkendur um heim allan sem spila borðtennis daglega. Þetta er einstaklega skemmtilegt viðtal við Magnús enda íþróttamaður af Guðs náð.