明 keisaraveldið var veldi sem reis upp úr rústum mongólska heimsveldisins en um stutta stund hafði Kína verið undir stjórn mongólskra yfirráða úr norðri. 元 keisaraveldið svokallað var gríðarstórt og náði alveg frá Kóreu til Póllands um skeið og eftir hnignum þess margbrotna veldis áttu hinir ýmsu herforingjar í stríði sín á milli.
Undir lokin stóð ein herdeild eftir og setti á fót 明 keisaraveldið með höfuðborg sína í Nanking borg. Leiðtogi þess hét Zhu Yuanzhang og hóf feril sinn sem bláfátækur munkur en átti síðan eftir að krýna sig sjálfan sem 洪武 keisarinn og leiða kínverska menningarsögu áfram.