Song-keisaraveldið var við völd á miðöldum í Kína en þá mátti sá miklar framfarir í efnahagssögu kínversku keisaraveldanna. Þetta var mikil blómatíð bæði í listum og iðnaði ásamt því að fólk fór að safna meiri auð en það í raun þurfti til þess að lifa af frá degi til dags. Út af þeirri ástæðu hafði almenningur meiri tíma til þess að hugsa um aðra hluti eins og að njóta matlistargerðar, hlusta á tónlist, fylgja tískubylgjum, mála málverk og yrkja ljóð svo dæmi séu nefnd.
Í austurvegi er hlaðvarpsþáttur á Kjarnanum sem fjallar um Kína og menningu landsins. Í þáttunum eru helstu sérfræðingar landsins þegar það kemur að málefnum Kína og Íslands fengnir til viðtals. Einnig birtast pistlar um sagnfræði, menningu Kína og hina ýmsu áhugaverðu einstaklinga sem koma þaðan. Umsjón með hlaðvarpinu hafa Magnús Björnsson og Daníel Bergmann.