Í austurvegi er nýr hlaðvarpsþáttur á Kjarnanum en hann fjallar um Kína og menningu landsins. Í þáttunum eru helstu sérfræðingar landsins þegar það kemur að málefnum Kína og Íslands fengnir til viðtals. Einnig birtast pistlar um sagnfræði, menningu Kína og hina ýmsu áhugaverðu einstaklinga sem koma þaðan. Umsjón með hlaðvarpinu hafa Magnús Björnsson og Daníel Bergmann.
Í þætti vikunnar var Gunnar Snorra Gunnarsson fráfarandi sendiherra Íslands í Peking fenginn í viðtal. Gunnar Snorri hefur tvisvar gegnt stöðu sendiherra í Kína og spjölluðu þáttastjórnendur meðal annars við hann um dvöl hans þar og starfsemi sendiráðsins. Ýmislegt bar á góma, tækifæri Íslendinga í Kína, ímynd Íslands meðal Kínverja, Kína á COVID-tímum, fótbolti og margt fleira.