Að þessu sinni fengum við í spjall Andra Stefánsson aðalfararstjóra íslenska hópsins á nýafstöðnum Vetrarólympíuleikum í Peking.
Hann segir í þættinum frá Ólympíuleikunum út frá ýmsum hliðum sem voru auðvitað mjög sérstakir á COVID-tímum. Andri var einnig fararstjóri á sumarólympíuleikunum í Peking 2008 og var gaman að heyra hann bera saman þessa tvo risa viðburði sem haldnir voru í sömu borg með 14 ára millibili.