Síðasta vika var erfið fyrir Hillary Clinton. Hún féll í yfirlið á minningarathöfn um hryðjuverkin í New York 11. september og síðar kom í ljós að hún glímir við lungnabólgu. Til að kóróna þetta greindu fjölmiðlar frá ræðu þar sem Hillary sést kalla kjósendur Trump óforskammaðað og þröngsýnt lið. Þótt ef til vill hafi hún eitthvað til síns mála, þá sóttu Donald Trump og stuðningsmenn hart að Hillary og sögðu hana óhæfa til að verða forseti Bandaríkjanna.
Þessir atburðir komu sér vel fyrir Trump sem sækir á í könnunum—þótt Hillary Clinton þyki enn sigurstranglegri.
Í öðrum þætti Kanavarpsins fjalla þeir Hallgrímur Oddsson og Hjalti Geir Erlendsson meðal annars um þrautagöngu Hillary Clinton, líkamlegt atgerfi Trump og Clinton—sem eru bæði um sjötugt—og helstu atburði síðustu viku í kosningabaráttunni vestanhafs. Einnig fjalla þeir um kosningakerfið í Bandaríkjunum. Auk þess sem þeir beina sjónum að fjárfestingum Donalds Trump og reyna að svara því hverd vegna hann er ríkur.