Þórður og Agla ræða um valdeflingu í þessum sjötta þætti Klikksins. Þau spjalla aðallega um áttunda valdeflingarpunktinn: „Að finnast maður ekki vera einn, finnast maður vera hluti af hópi“.
Valdeflingarpunktar eru hluti af batamódeli Hugarafls og hugmyndafræði Judi Chamberlin, og skilgreina hugtakið valdeflingu. Til að fræðast meira um valdeflingu er bent á undirvef Hugarafls um hugmyndafræðina.
Í seinni hluta þáttarins segir Magnús Friðrik Guðrúnarson sína sögu sem tengist inn í umræðuna um valdeflingu.
Hlustaðu á Klikkið hér í Hlaðvarpi Kjarnans. Hugarafl er vettvangur fyrir notendur geðheilbrigðiskerfisins og fagfólk til þess að koma saman á jafningjagrundvelli og vinna í bataferli með sjónarmið valdeflingar að leiðarljósi. Í Klikkinu er skjólstæðingum Hugarafls gefið tækifæri til þess að deila reynsluheimi sínum og skoðunum.