Hugarafl hefur verið mikið í fréttum undanfarið vegna skertra fjárveitinga til félagsins. Samtökin Hugarafl, sem stofnuð voru árið 2003, aðstoða árlega hundruð einstaklinga með geðsjúkdóma. Samtökin glíma við mikinn fjárskort, en áætlað er að 1,5 milljón renni til þeirra í formi opinberra styrkja á árinu, samanborið við 10 milljónir í fyrra.
Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, settist niður með okkur í Klikkinu og sagði okkur frá stöðu mála í hlaðvarpsþættinum.
Til þess að kynna sér starfsemi Hugarafls, bendum við hlustendum á að fara á www.hugarafl.is.