Í þessum þætti af Klikkinu má heyra viðtal við Daniel Fisher sem Auður Axelsdóttir tók við hann á dögunum. Daniel Fisher er geðlæknir frá Harvard Medical háskólanum. Hann er einn af fáum geðlæknum í heiminum sem talar opinberlega um reynslu sína af geðsjúkdómum.
Hann hefur þrisvar áður komið til Íslands með fyrirlestra og vinnusmiðjur á vegum Hugarafls, en þær fjölluðu um hugmyndafræðina á bakvið Batamódelið, þ.e. PACE módelið (Personal Assistance in Community Existence) sem byggir á valdeflingu (e. empowerment). Síðast kom Fisher til landsins með námskeið í eCPR – andlegt hjartahnoð höfum við kosið að kalla það á íslensku – en það er lýðheilsukennsla fyrir alla, þróuð til að kenna fólki að hjálpa öðrum í gegnum tilfinnanlega krísu.
Fisher er framkvæmdastjóri National Empowerment Center í Boston. Hann fer víða um heim og ræðir reynslu sína auk þess sem hann hjálpar til að innleiða batahugmyndafræði.