Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Egil Þór Jónsson en hann var í 4. sæti Sjálfstæðisflokksins í síðastliðnum borgarstjórnarkosningunum. Egill lauk B.A. prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og starfaði sem teymisstjóri á búsetukjarna á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar þar til hann tók sæti í borgarstjórn núna í júní.
Í félagsfræðináminu hafði Egill sérstaklegan áhuga á félagsfræði stjórnmála og íþrótta og ræða þau Sigrún um þessi áhugasvið, meðal annars um B.A. ritgerð hans sem að fjallaði um hvernig knattspyrnufélagið Leiknir náði glæsilegum árangri og hvernig stjórnmálin koma fyrir sjónir félagsfræðings á þrítugsaldri.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.