Liðnar kosningar voru mestu breytingakosningar í Íslandssögunni. Fjórflokkurinn er ekki lengur allsráðandi, konur eru nánast helmingur þingmanna, fjölbreytileikinn á Alþingi hefur aldrei verið meiri og flokkarnir sem þar sitja aldrei fleiri (Stefán Valgeirsson var ekki flokkur).
Fordæmalaus staða er í stjórnarmyndunarviðræðum þar sem engin tveggja flokka stjórn er möguleg og Sjálfstæðisflokkurinn þarf að stóla á brotthlaupna Sjálfstæðismenn í Viðreisn og söngvarann í Ham til að halda völdum með tæpasta mögulega meirihluta. Til þess að það gangi eftir þarf valdaflokkur landsins að gefa eftir í málum sem honum hefur alls ekki hugnast að gefa eftir í hingað til.
Á meðan bíða Vinstri græn róleg á hliðarlínunni eftir að viðræður frjálslyndu miðjuflokkanna renni út í sandinn og Framsókn dundar sér við að opna sig í báða enda og einangra Sigmund Davíð Gunnlaugsson.
Þetta er á meðal þess sem farið er yfir í fyrstu Kviku eftir kosningar með Þórunni Elísabetu Bogadóttur, aðstoðarritstjóra Kjarnans, og Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóri hans.