Kergjan í Sjálfstæðisflokknum vegna myndunar nýrrar ríkisstjórnar og ráðherravals hefur verið opinberuð með tvennum hætti. Annars vegar hefur Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, sagt að það hljóti að hafa verið mistök sem verði leiðrétt að hann hafi ekki verið gerður að ráðherra. Hins vegar líkti Morgunblaðið stjórnarsáttmálanum við eitthvað sem Dagur B. Eggertsson hefði samið. Og Morgunblaðið þolir ekki Dag B. Eggertsson.
Ruðningsáhrifin á húsnæðismarkaði sem er að þurrkast upp, eitt skref áfram með opnun ríkisbókhalds og tvö skref aftur á bak með því að ráðherrar mæta ekki fyrir þingnefndir og svo auðvitað Brexit frá sjónarhóli Skota.
Þetta og allt hitt sem skiptir öllu máli í Kviku (ekki bankans) vikunnar. Umsjónarmenn eru að venju Þórunn Elísabet Bogadóttir og Þórður Snær Júlíusson.