Íslendingarnir sem flúðu efnahagskreppuna til Norðurlanda virðast loks vera að týnast heim í uppsveifluna á Íslandi. Í slíkri uppsveiflu er auðvitað verið að skipuleggja sölu á heilu bankakerfi og tryggja áhrif einkafjárfesta yfir því með mögulegum takmörkunum á áhrifum almennings yfir eigin eignum.
Það eru samt ekki til peningar til að leggja vegi sem samþykkt var að leggja tveimur vikum fyrir kosningar. Og það hefur gert landann, sérstaklega þann hluta sem býr á landsbyggðinni, fokvondann, enda fátt sem kveikir jafn mikið í Íslendingum og malbik.
Okkar maður í Bandaríkjunum, Magnús Halldórsson, fer yfir það sem Trump hefur haft fyrir stafni undanfarnar vikur og veltir meðal annars fyrir sér hvort ásakanir um hleranir Obama byggi á slúðri úr útvarpi.
Þetta og ýmislegt annað í Kviku vikunnar. Umsjónarmenn eru Þórunn Elísabet Bogadóttir og Þórður Snær Júlíusson.