Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um fullt afnám hafta er augljóst af nýjum reglum að enn séu margar hindranir á frjálsu flæði fjármagns. Þá eru til staðar miklar hömlur á vaxtamuna- og afleiðuviðskiptum og hluti aflandskrónueigenda auðvitað enn fastur innan hafta. En hverjir hagnast á afnámi hafta? Hver er hagur almennings, fyrirtækja, fjármagnseigenda, ríkisins og Illuga Gunnarssonar? Þessum spurningum og mörgum fleirum er svarað í Kviku vikunnar.
Þar er einnig farið yfir þá uppstokkun sem er að eiga sér stað á fjölmiðla- og fjarskiptamarkaði með kaupum Vodafone á helsta innvolsi 365 miðla og staðan tekin í Trumplandi. Þar er verið að draga verulega úr framlögum til alþjóðastofnana og -samstarfs, breyta lögum um heilbrigðistryggingar með þeim gætti að 24 milljónir manna munu líkast til missa tryggingu sína fyrir árið 2026 og verið að ásaka fyrrverandi forseta um hlerarnir án þess að framvísa nokkrum gögnum. Vegna þess að ásakanirnar eru ekki sannar.
Umsjónarmenn þessa vikuna eru Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson.