Vogunarsjóðir eru búnir að kaupa stóran hlut í íslenskum viðskiptabanka. Þeir eru allt í einu hættir að vera helstu óvinir Íslands og orðnir eftirsóttir erlendir fjárfestar sem eru að taka stöðu með Íslandi, samkvæmt ráðamönnum. En það er veisla, og þeir sem benda á vankanta veisluhaldanna eru bara með vesen.
Þeir sem hallar á í íslensku samfélagi hafa ekki átt pólitískan málsvara í allt of langan tíma, þrátt fyrir að verið sé að skilja risastóra hópa eftir í ríkinu á meðan að efri stéttirnar hlægja alla leiðina í bankann. Við slíkar aðstæður getur Mikael Torfason orðið talsmaður fátæka fólksins á Íslandi með því að flytja eldmessu í umræðuþætti.
Úrlausn Brexit fer að skella á af fullum þunga. Morgunljóst er að sá skilnaður verður gríðarlega flókinn, sérstaklega þegar Skotland vill búa áfram með mömmu sinni (Evrópu) en pabbinn (Bretland) gerir kröfu um áframhaldandi fullt forræði. Þetta og ýmislegt annað í Kviku vikunnar.
Umsjónarmenn eru að venju Þórunn Elísabet Bogadóttir og Þórður Snær Júlíusson.