Ítarlega er farið yfir skýrslu rannsóknarnefndar um aðkomu þýska einkabankans Hauck & Afhäuser að kaupum á 45,8 prósent hlut í Búnaðarbankanum, sem reyndist blekking. Þessi blekking, og skýrslan um þau, eru sett í samhengi við þá bankasölu sem á sér stað í dag, og enginn veit hver stendur endanlega á bak við. Svo virðist sem skýrslan hafi veitt lofsöngvurum erlendrar fjárfestingar inn í fjármálakerfið tímabundið náðarhögg.
Atburðirnir sem áttu sér stað fyrri ári síðan, í kjölfar Wintris-viðtalsins, eru rifjaðir upp og farið yfir afleiðingar þeirra þar sem m.a. einn forseti varð til og annar féll. Nýr grátkór hefur orðið til í íslensku atvinnulífi sem veitir sjávarútveginum harða samkeppni með kröfum um sérmeðferð og fallegasta saga vikunnar er sú að Davíð Oddsson og Eyþór Arnalds hafa verið leiddir saman á ný. Síðast hlóðu þeir í forsetaframboð sem beið afhroð.
Umsjónarmenn Kvikunnar eru Þórunn Elísabet Bogadóttir og Þórður Snær Júlíusson.