Er Evrópusambandið brennandi hús? Hver er Evrópustefna Íslands? Hverjar eru helstu ógnirnar sem steðja að Evrópu? Hvernig mun ríkisstjórnin leysa ágreining sinn um Evrópumál? Og hvað mun Brexit eiginlega þýða, bæði fyrir Ísland og Evrópusambandið?
Evrópumál eru viðfangsefni sjónvarpsþáttarins Kjarnans (sem heitir Kvikan í Hlaðvarpi Kjarnans) sem er á dagskrá Hringbrautar á miðvikudagskvöldum klukkan 21. Þar fara Þórður Snær Júlíusson og Þórunn Elísabet Bogadóttir yfir stöðu mála og svara ofangreindum spurningum með vísun í staðreyndir.
Eitt helsta vandamál Evrópuumræðu hérlendis er enda það að hún fer fram á forsendum öfga á sitt hvorum endanum. Þ.e. annars vegar þeirra sem líta á Evrópusambandið sem allsherjarlausn á öllum vandamálum, og hins vegar þeirra sem mega helst ekki heyra á það minnst.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, er gestur þeirra Þórunnar og Þórðar.