Íslensk stjórnmál eru gjörbreytt og það var hrunið sem breytti þeim. Breytingar á stjórnmálalandslaginu eru umfjöllunarefnið í Kvikunni þessa vikuna, en Kvikan er nú einnig sjónvarpsþátturinn Kjarninn á Hringbraut.
Sem fyrr eru það Þórður Snær Júlíusson og Þórunn Elísabet Bogadóttir sem stjórna þættinum, og gestur þeirra í dag er Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata og að mörgu leyti holdgervingur breytinganna í íslenskum stjórnmálum.
Helgi Hrafn ræðir um ýmislegt, meðal annars þörfina á samfélagslegri áfallahjálp eftir hrunið, og áform sín um að bjóða sig fram til þings á nýjan leik.