Í þættinum í dag er fjallað um hvítan millistéttarfemínisma, kröfur milljóna manna um tafarlausar aðgerðir í loftslagsmálum, 9 milljarða glerhöll Landsbankans og mögulegan aðskilnað ríkis og kirkju.
Síðasta vika var viðburðarík. Alþjóðleg metoo-ráðstefna fór fram í Hörpu en í haust eru tvö ár liðin frá því konur um allan heim stigu fram og greindu frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni undir nafni myllumerkisins #metoo. Milljónir manna víða um heim kröfðust þess í síðustu viku að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna loftslagsbreytinga. Þingsályktunartillaga fjögurra þingmanna um aðskilnað ríkis og kirkju vakti einnig mikla athygli sem og umfjöllun Kjarnans um níu milljarða glerhöll Landsbankans sem rís nú við Austurhöfn í Reykjavík.
Birna Stefánsdóttir stjórnar þættinum að vanda en með henni eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Bára Huld Beck, blaðamaður.