Í þætti dagsins er á dagskrá fæðingaréttur stjórnmálaelítunnar, staða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur tveimur árum eftir kosningar og ákvörðun Íslandsbanka um að kaupa síður auglýsingar hjá fjölmiðlum sem fylla herbergið aðeins af karlmönnum.
Í gær voru liðin nákvæmlega tvö ár frá því að síðustu kosningar til Alþingis fóru fram, en þær voru þann 28. október 2017. Í kjölfar þeirra var mynduð mjög óvenjuleg ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur.
Nýlega kom út bók eftir Dr. Hauk Arnþórsson sem ber nafnið Um Alþingi – Hver kennir kennaranum? Í bókinni veltir Haukur meðal annars fyrir sér stjórnmálaelítunni á Íslandi. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að það halli verulega á ákveðna hópa, einkum þá sem eru minna menntaðir, verr ættaðir, hafa veika þjóðfélagsstöðu, á konur og þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu,
Pistill sem Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, skrifaði í síðustu viku, olli miklu fjaðrafoki. Í pistlinum greindi hún frá því að Íslandsbanki hefði sett sér þá stefnu að auglýsa ekki í fjölmiðlum með áberandi kynjahalla. Skiptar skoðanir voru um þá ákvörðun og sendi Blaðamannafélag Íslands meðal annars frá sér harðorða yfirlýsingu um málið.
Birna Stefánsdóttir stýrir þættinum í dag en með henni eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Bára Huld Beck, blaðamaður.