Ríkir verða ríkari, tjáningarfrelsi listamanna og ólga vegna þjóðkirkjunnar

Í þætti vik­unnar er fjallað um gríð­ar­miklar eignir rík­ustu fjöl­skyldna lands­ins, Norð­ur­landa­ráðs­þingið í Stokk­hólmi og aðskilnað ríkis og kirkju. 

Í svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn á Alþingi um skuldir og eignir lands­manna sem birt var í síð­ustu viku, kemur fram að alls áttu rík­ustu 238 fjöl­skyldur lands­ins 260 millj­arða í loks árs 2018. Eigið fé þess­ara fjöl­skyldna jókst um 23,6 millj­arða í fyrra. Ljóst er að upp­gangur síð­ustu ára hefur skilað því að eigið fé þess­ara fjöl­skyldna hefur vaxið en hvað með eigið fé ann­arra lands­manna?

Þing Norð­ur­­landa­ráðs fór fram í Stokk­hólmi í Sví­þjóð í síð­ustu viku og voru lofts­lags­­mál meg­in­þema þings­ins. Þá voru jafn­framt veitt verð­laun Norð­ur­landa­ráðs og vakti það mikla athygli þegar danski rit­höf­und­ur­inn Jonas Eika gagn­rýndi stefnu danskra stjórn­valda í inn­flytj­enda­málum er hann fékk bók­mennta­verð­laun ráðs­ins. Nýr for­seti þings­ins, Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, hefur gagn­rýnt rit­höf­und­inn. 

Áslaug Arna Sig­­ur­­björns­dóttir dóms­­mála­ráð­herra sagði að óhjá­­kvæmi­­legt væri að stefna í átt að fullum aðskiln­aði ríkis og kirkju í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í gær. Að hennar mati sam­rým­ist sjálf­­stæð kirkja óháð rík­­is­­vald­inu betur trú­frelsi og skoð­ana­frelsi en sér­­­staðan sem þjóð­­kirkjan hefur notið í íslenskri stjórn­­­skip­­an.

Birna Stef­áns­dóttir stjórnar þætt­inum að venju og með henni eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Bára Huld Beck blaða­mað­ur. 

Auglýsing
Lóa Margrét Hauksdóttir
Börnin í heiminum eiga öll að hafa það gott!
Kjarninn 20. nóvember 2019
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019