Ríkir verða ríkari, tjáningarfrelsi listamanna og ólga vegna þjóðkirkjunnar

Í þætti vik­unnar er fjallað um gríð­ar­miklar eignir rík­ustu fjöl­skyldna lands­ins, Norð­ur­landa­ráðs­þingið í Stokk­hólmi og aðskilnað ríkis og kirkju. 

Í svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn á Alþingi um skuldir og eignir lands­manna sem birt var í síð­ustu viku, kemur fram að alls áttu rík­ustu 238 fjöl­skyldur lands­ins 260 millj­arða í loks árs 2018. Eigið fé þess­ara fjöl­skyldna jókst um 23,6 millj­arða í fyrra. Ljóst er að upp­gangur síð­ustu ára hefur skilað því að eigið fé þess­ara fjöl­skyldna hefur vaxið en hvað með eigið fé ann­arra lands­manna?

Þing Norð­ur­­landa­ráðs fór fram í Stokk­hólmi í Sví­þjóð í síð­ustu viku og voru lofts­lags­­mál meg­in­þema þings­ins. Þá voru jafn­framt veitt verð­laun Norð­ur­landa­ráðs og vakti það mikla athygli þegar danski rit­höf­und­ur­inn Jonas Eika gagn­rýndi stefnu danskra stjórn­valda í inn­flytj­enda­málum er hann fékk bók­mennta­verð­laun ráðs­ins. Nýr for­seti þings­ins, Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, hefur gagn­rýnt rit­höf­und­inn. 

Áslaug Arna Sig­­ur­­björns­dóttir dóms­­mála­ráð­herra sagði að óhjá­­kvæmi­­legt væri að stefna í átt að fullum aðskiln­aði ríkis og kirkju í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í gær. Að hennar mati sam­rým­ist sjálf­­stæð kirkja óháð rík­­is­­vald­inu betur trú­frelsi og skoð­ana­frelsi en sér­­­staðan sem þjóð­­kirkjan hefur notið í íslenskri stjórn­­­skip­­an.

Birna Stef­áns­dóttir stjórnar þætt­inum að venju og með henni eru Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Bára Huld Beck blaða­mað­ur. 

Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Forsendur lífskjarasamninga hafa staðist að mati ASÍ
Forsendur kjarasamninganna sem voru undirritaðir í fyrra hafa staðist, þar sem vextir hafa lækkað, kaupmáttur hefur aukist og ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um bann á 40 ára verðtryggðum lánum.
Kjarninn 24. september 2020
Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns
Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.
Kjarninn 24. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Upplýsingamengun í boði Alþingis
Kjarninn 24. september 2020
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum
Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.
Kjarninn 24. september 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020